Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Læknisferð

Við fórum með Gissur til læknis í gærmorgun. Það var líka eins gott að við gerðum það! Það kom í ljós að undir hrúðrinu var gat í húðina og það var komið illt í. Þannig að Gissur var mældur, sprautaður tvisvar og heftaður. Svo fengum við fúkkalyf til að gefa honum næstu daga. Og vitiði hvernig sár þetta var? BITSÁR!! Eftir annan kött!! Ég gruna Dúllu. Maður getur ekki heitið Dúlla án þess að vera killerköttur! Gissur var sko EKKI ánægður með meðferðina sem hann fékk hjá lækninum, en hann er farinn að hressast, éta aftur og drekka og gera í kassann sinn.
Og þetta voru kisufréttirnar. Þar sem ég hef engar fólksfréttir í bili segi ég bless!


skrifað af Runa Vala kl: 10:50

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala